Hann er með B.A.-próf í guðfræði og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Páll hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í um 20 ár og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og á opinberum vettvangi. Hann var varabæjarfulltrúi í Kópavogi, varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra. Þá var hann formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu, samtök félagshyggjufólks. Hann á sæti í stjórn Landsvirkjunar.
Fyrri störf
Varabæjarfulltrúi í Kópavogi í átta ár, 1990-1998.
• Formaður íþróttaráðs Kópavogs,
• Formaður byggingarnefndar skíðamiðstöðvar í Bláfjöllum,
• Formaður byggingarnefndar íþróttahúss Breiðabliks og varaformaður húsnæðisnefndar.
Varaformaður SUF árið 1994-96.
• Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu, samtök félagshyggjufólks
Sjálfboðaliði í sumarbúðum Paul Newman á Írlandi fyrir langveik börn á árunum 1997-1999
Varaþingmaður 1999-2007
Meðal mála á þingi:
• lagafrumvarp um skattaundanþágur vegna rannsókna- og þróunarstarfs fyrirtækja,
• þingsályktun um virðisaukaskatt af barnavörum,
• kostnaðarþáttaka ríkisins vegna gleraugnakaupa barna
Aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006.
• Stjórnarformaður Fjárfestingarstofu
• Stjórnarformaður átaksverkefnis um jarðhitaleit á köldum svæðum
• Stjórnarformaður Átaks til atvinnusköpunar.
Varaformaður Náttúruverndarráðs Íslands
Útvarpsráð á árunum 2003-2007
No comments:
Post a Comment